Kjötsúpuhátíðin á Hesteyri á morgun

Um Verslunarmannahelgina verður hin sívinsæla Kjötsúpuhátíð á Hesteyri í Hornstrandafriðlandinu haldin hátíðleg. Hátíðin fer fram laugardaginn 5. ágúst n.k. Það eru Hrólfur Vagnsson vert í Gamla Læknishúsinu sem matreiðir Kjötsúpuna eftir uppskrift ættmóðurinnar Birnu Hjaltalín Pálsdóttur.
Eftir súpuna er boðið upp á kaffi og nýbakaðar pönnukökur með sykri og svo verður hin skemmtilegasta dagskrá sem Birna Hjaltalín Pálmadóttir stýrir. Þar verða leikir, söngur, fíflagangur og almennt glens og gaman uns gengið er í fjöru þar sem tendraður verður varðeldur og sungið fyrir hafið.
Það verður siglt frá Bolungavík til Hesteyrar með Hauki Vagnssyni á Hesteyri ÍS 95. Siglingin tekur aðeins um klukkustund.
Hægt verður að velja á milli tveggja brottfarartíma kl 14, og kl 16. Farið verður til baka kl 21 og kl 23.

Athugið, sætafjöldi er takmarkaður.

Bókið á eftirfarandi vefsíðu https://hornstrandaferdir.is/kjotsupuhatidin/

Frekari upplýsingar hjá:
-Haukur Vagnsson í síma 862 2221
-Hrólfur Vagnsson í Læknishúsinu í síma 899 7661

DEILA