Ísafjörður: þrjú tilboð í gervigras

Þrjú tilboð bárust í gervigras fyrir tvo gervigrasvelli á Torfnesi. Öll voru þau frá Metatron. Það lægsta var 163,6 m.kr., síðan 168,9 m.kr.og 177,4 m.kr. Breytilegur þéttleiki er í tilboðunum. Sá fyrirvari fylgdi tilboðunum að bjóðandi tekur ábyrgð á fyrstu prófunum á hvorum velli um sig, en í útboðsgögnum var þess krafist að bjóðendur beri ábyrgð á því að völlurinn geti fengið „FQ Certifiation“ í 5 ár eftir verklok. Það segir bjóðandi ekki geta talist eðlilegt þar sem ekki komi fram í gögnum hver hámarks notkun á viku á velli mun vera, né heldur hverning verkkaupi mun geta sannanlega fylgst með notkun og tryggt að notkun fari ekki yfir viðmiðunarmörk.

Bæjarráð fól bæjarstjóra að semja á grundvelli tilboðs 2 sem eru með Ligaturf RS 240.

Heildarkostnaðaráætlun fyrir báða vellina eru 223,3 m.kr. en frá því dregst 30 m.kr. styrkur frá KSÍ.

Tilboð Megatron nr 2 þýðir að heildarkostnaður verður 236,6 m.kr. Þar af greiðir KSÍ 30 m.kr.

DEILA