Ísafjörður: mengun langt undir mörkum

Morgunblaðið gerir í gær að umfjöllunarefni reyk frá skemmtiferðaskipum á Ísafirði á sunnudaginn. Haft er eftir Malin Brand blaðamanni, sem sögð er búa á Suðureyri og tók myndina að þetta sé ógeðslegt. Haft er eftir íbúa á Ísafirði að um hafi verið að ræða blámóðu og olíureyk. Ekkert kemur fram í fréttinni um það hvort um mengun hafi verið að ræða, og ef svo er þá hvernig mengun né hversu mikil hún hafi verið.

Umhverfisstofnun er með loftgæðamæli á Ísafirði í Hafraholti og má sjá mæld gildi á vef stofnunarinnar. Mælt svifryk á sunnudaginn var allan sólarhringinn mjög lágt og töldust loftgæðin mjög góð. Varðandi PM10 eru heilsuverndarmörkun við 50 einingar á sólarhringsmeðaltali. Þennan sólarhring var hæsta gildið 5,6 og það lægsta 0. Meðaltalið er ekki gefið upp en er augljóslega innan við 1/10 hluta af heilsuverndarmörkum. Svipað er varðandi mælingar á fínna svifryki PM2,5 , það var langt undir mörkum.

Samkvæmt þessi mæli verður ekki séð að um neina mengun hafi verið að ræða sem talandi er um.

Mælingar af PM10 svifryki á sunnudag og mánudag. Heimild: Umhverfisstofnun.

Stefnt að þremur mælum í Sundahöfn

Hilmar Lyngmó hafnarstjóri Ísafjarðarhafna segir að stefnt sé að því að setja upp þrjá mæla í höfninni á Ísafirði og að þeir verði komnir upp fyrir næsta vor. En enginn mælir er í Sundahöfn og því engar mælingar eða athuganir sem liggja fyrir um gufuna og reykinn á sunnudaginn.

Mikil umræða var í síðasta mánuði um mengun frá hollenska skemmtiferðaskipinu Zuiderdam í Akureyrarhöfn en skoðun Umhverfisstofnunar leiddi í ljós að útblástur mengunarefna hafi verið innan leyfilegra marka. Kristínu Kröyer, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, sagði í samtali við RUV að athugunin hafi leitt í ljós að útblásturinn frá skipinu hafi verið langt innan leyfilegra marka. „Það sem var að koma upp úr strompunum er, eins og skipið hefur sagt sjálft, að öllum líkindum vatnsgufa,“

DEILA