Ísafjörður: jafnlaunavottun framlengd

Ísafjarðarbær hefur fengið staðfestingu Jafnréttisstofu um endurnýjun til handa Ísafjarðarbæ um jafnlaunavottun til 22. júní 2026, og heimild til notkunar á jafnlaunamerkinu.

Bæjarráðið bókaði af því tilefni að það fagnaði staðfestingunni.

Markmið reglugerðar um vottun á jafnlaunakerfum fyrirtækja og stofnana er að tryggja að jafnlaunakerfi fyrirtækja og stofnana séu vottuð í samræmi við kröfur staðalsins ÍST 85 sem og alþjóðlegar kröfur sem gilda um vottun og vottunaraðila.

Vottunaraðili sannreynir að jafnlaunakerfi fyrirtækis eða stofnunar uppfylli kröfur staðalsins ÍST 85. Vottunin er endurnýjuð á þriggja ára fresti.

Jafnlaunamerkinu er ætlað að vera að vera gæðastimpill og hluti af ímynd og orðspori fyrirtækja og stofnana. Merkið staðfestir að þau hafi komið sér upp ferli sem tryggir að málsmeðferð og ákvarðanir í launamálum feli ekki í sér kynbundna mismunun.

DEILA