Ísafjörður: Grunnskólinn fær gjöf frá slysavarnardeildinni í Hnífsdal

Í gær færði Slysavarnardeildin í Hnífsdal Grunnskólanum á Ísafirði fyrsta hjálpar búnað sem kennarar geta gripið með í fjallgöngur eða aðra afþreyingu fjarri byggð.

Seinustu viku hafa komið upp tvö óhöpp í fjallgönguferðum á vegum skólans þar sem björgunarsveitir á svæðinu voru kallaðar í til aðstoðar, en bæði óhöppin voru minni háttar.

Allir bekkir Grunnskólans á Ísafirði fara í upphafi vetrar í fjallgöngur og fagna Björgunarsveitarmenn því að börn fái að kynnast náttúrunni í sínu nærumhverfi en benda á að slysin geta alltaf skeð, og þá er gott að geta gripið í þennann búnað þó svo að vonast sé til þess að þess gerist aldrei þörf.

Á meðfylgjandi mynd má sjá Gunnar Bjarna ritara og Ómar Örn formann Slysavarnardeildarinnar í Hnífsdal afhenta Kristjáni Ingasyni skólastjóra Grunnskólans á Ísafirði búnaðinn.

DEILA