Ísafjarðarbær: synjar kvenfélaginu Hvöt um styrk

Kvenfélagskonur í Hnífsdal á vorfundi sínum.

Bæjarráð Ísafjarðarbæjar hafnaði beiðni kvenfélagsins Hvöt í Hnífsdal um styrk til þess að halda hátíðarkvöldverð á Sambandsfundi Vestfirskra kvenna, sem haldinn verður 2. september 2023, en kvenfélagið er gestgjafi fundarins.

Dagný Finnbjörnsdóttir, formaður Hvatar segir það hafi tíðkast að styrkja þennan viðburð og því hafi verið sótt um styrk. Óskað var eftir um 200 þúsund krónum. Hún sagði að kvenfélagið myndi vonandi fá styrki annars staðar og hátíðarkvöldverðurinn yrði haldinn.

DEILA