Ísafjarðarbær: gerir alvaregar athugasemdir við forgangsröðum jarðganga í samgönguáætlun

Ísafjarðarbær gerir alvarlegar athugasemdir við forgangsröðun jarðgangaframkvæmda í drögum að samgönguáætlun fyrr árin 2024-38 sem voru í samráðsgátt stjórnvalda og segir í umsögn sveitarfélagsins að spurningar vakni um þær forsendur sem notaðar voru við forgangsröðunina.

Bent er á a fimm af tíu framkvæmdum við jarðgöng á forgangslistanum eru á Vestfjörðum og það sýni að þörfin er brýn á Vestfjörðum en hins vegar séu þær allar settar síðast á listann. Krafist er þess að jafnræði gildi um framkvæmdir á þeim svæðum sem þörf er á jarðgöngum, Vestfjörðum, Tröllaskaga og Austurlandi.

Ísafjarðarbær nefnir fyrst breikkun Vestfjarðaganga og segir að bregðast þurfi strax við vaxandi umferð um göngin með aukinni slysahættu. Hægt sé að fara nokkuð fljótt í breikkunina þar sem rannsóknir liggi að mestu leyti fyrir. N´st eru nefnd Álftafjarðargöng og segir í umsögninni að tryggja þurfi öruggar samgöngur milli Ísafjarðar og Súðavíkur.

Því er beint til Innviðaráðuneytisins að setja Vestfirði á oddinn í jarðgangaáætluninni enda búi enginn annar landshluti við þær aðstæður sem eru á Vestfjörðum í dag, en auk þeirra tveggja ganga sem nefnd hafa verið eru á áætluninni göng um Mikladal, Hálfdán og Klettháls. Vísað er til öryggissjónarmiða, sameiningu búsetu- og atvinnusvæða og þeirra miklu og vaxandi verðmæta sem framleidd eru á svæðinu með tilkomu fiskeldisins.

DEILA