Hvalveiðar hefjast á morgun

Svandís Svavarsdóttir, innviðaráðherra.

Hvalveiðar verða heimilaðar að nýju en hert skilyrði og strangara eftirlit verður með veiðunum.

Frá þessu greindi Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra eftir ríkisstjórnarfund í dag. Tímabundið bann við hvalveiðum, sem sett var á með eins dags fyrirvara í sumar, verður ekki framlengt.

Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra kynnti í dag nýja reglugerð um hert skilyrði fyrir hvalveiðum og strangara eftirlit með þeim.

Með vísan til skýrslu starfshópsins telur matvælaráðuneytið að forsendur séu til að gera breytingar á veiðiaðferðinni sem geti stuðlað að fækkun frávika við veiðarnar og þar með aukinni dýravelferð.

Sett verður reglugerð sem felur í sér ítarlegar og hertari kröfur til veiðibúnaðar, veiðiaðferða og aukið eftirlit.

Skilyrðin snúa m.a. að þjálfun, fræðslu, veiðibúnaði og veiðiaðferðum.

DEILA