Hinsegin hátíð hófst í dag á sunnanverðum Vestfjörðum. Er þetta í annað sinn sem hátíðin er haldin. Góð þátttaka var í hátíðahöldunum í fyrra. Skipuleggjendur hvetja bæjarbúa og aðra gesti til að mæta og sýna hinsegin samfélaginu stuðning.
Vesturbyggð fékk Sólveigu Ástu í lið með sér til að mála bæinn hinsegin og má sjá afrakstur þess við Patreksskóla og íþróttamiðstöðina Bröttuhlíð. Sveitarfélagið fagnar fjölbreytileikanum og flaggar hinsegin fánanum á Patreksfirði og Bíldudal í tilefni hátíðarinnar.
Dagskrá hátíðarinnar er fjölbreytt og hófst á fjölskyldubingó vikuna fyrir hátíðina. Af helstu viðburðum má nefna sundlaugarpartý fyrir fjölskylduna í Bröttuhlíð, gleðigöngu og fjölskyldupartý við FLAK.
Sundlaugarpartýið stendur ný yfir í Bröttuhlíð á Patreksfirði og er hinsegin varningur til sölu á staðnum.
Formleg setning verður á morgun kl 14 með ávarpi og gleðigöngu frá Flaki.