Handknattleikur – Hörður fær nýjan þjálfara

Knattspyrnufélagið Hörður hefur ráðið Endre Koi sem nýjan þjálfara félagsins í handbolta og hefur hann störf næstu daga.

Hann hefur verið aðalþjálfari Budai Farkasok undanfarin 4 ár en á árunum 2018-2020 var hann aðstoðarþjálfari Ungveska U21 og U19 landsliðanna.

Endre Koi hefur lokið gráðu í handboltaþjálfun frá Ungverjalandi en er auk þess menntaður hagfræðingur.

Markmið félagsins er að vera með lið sem getur veitt bestu liðum deildarinnar samkeppni í vetur og berjast um efstu sætin.

Stór liður í því er að fá Endre til félagsins en auk þess hefur liðið undanfarnar vikur gert samninga við nokkra nýja leikmenn sem verða tilkynntir von bráðar.

DEILA