Gönguhátíð í Súðavík um helgina

Gönguhátíðin í Súðavík verður haldin í níunda skiptið um verslunarmannahelgina í sumar. Ferðir verða farnar um næsta nágrenni, styttri og lengri. Góð skemmtun fyrir alla, og samvera, brenna og matur.

Að þessu sinni eru skipulagðar tvær göngur fyrir hvern dag ef hætta þarf við aðra þeirra vegna óviðráðanlegra orsaka.

Föstudagur 4.ágúst

Klofningur eða Þorfinnur

Fararstjórar: Anna Lind Ragnarsdóttir, Ólafur Elíasson og Sigurður Kjartansson

Brottför: kl 9:00 frá búðinni í Súðavík, komið við á bónusplaninu ef hægt er að sameinast í bíla

Áætlaður göngutími  6 – 8 tímar, 2-3 skór

Galtarviti eða Vigur

Brenna fyrir neðan Súðavíkurskóla kl. 20:30

Laugardagur 5.ágúst

Fararstjórar: Anna Lind Ragnarsdóttir, Ólafur Elíasson og Sigurður Kjartansson

Brottför: vegna Galtarvita: kl 9:00 frá búðinni í Súðavík, komið við á bónusplaninu ef hægt er að sameinast í bíla farið út í Skálavík, hægt að hittast þar líka

Áætlaður göngutími  5 -6 klukkustundir, 2 -3 skór.

Brottför vegna Vigur er kl. 9:00 frá búðinni í Súðavik og þaðan farið niður á bryggju og siglt inn í Vigur, gengið um eyjuna og áætlað að kaupa kaffi og meðlæti á staðnum

Opið grill í Raggagarði – allir mæta með grillkjöt og meðlæti og eigin drykki frá kl 18:00 – 20:00

Sveitarball/diskó í Samkomuhúsinu í Súðavík 20:30 – 24:00. Allir mæta með eigin drykki

Vigur eða Kofri

Sunnudagur 6.ágúst

Fararstjórar: Anna Lind Ragnarsdóttir, Ólafur Elíasson og Sigurður Kjartansson

Brottför: vegna Kofra: kl 9:00 frá búðinni í Súðavík.

Áætlaður göngutími  3 -5 klukkustundir, 2 -3 skór.

Brottför vegna Vigur er kl. 9:00 frá búðinni í Súðavik og þaðan farið niður á bryggju og siglt inn í Vigur, gengið um eyjuna og áætlað að kaupa kaffi og meðlæti á staðnum

Seljalandsfoss eða Valagil

Mánudagur 7.ágúst

Fararstjórar: Anna Lind Ragnarsdóttir, Ólafur Elíasson og Sigurður Kjartansson

Brottför: kl 9:00 frá búðinni í Súðavík, sameinast í bíla og keyrt inn í Álftafjörð.

Áætlaður göngutími 1 – 2 klukkutímar, 1 skór 

Vakin er athygli á því að skráning í göngurnar þarf að liggja fyrir í síðasta lagi fimmtudaginn 3.ágúst. Morgunmatur verður alla daga í Kaupfélaginu (verslun) – er innifalinn ef keyptur er pakki með öllum ferðunum. Upplýsingar um göngurnar og farastjórn er á Facebook síðu gönguhátíðar.

Verð í göngur á Gönguhátíðinni eru eftirfarandi:

Ef keyptur er aðgangur í allar göngurnar er verðið kr. 15.000.-  og er þá innifalið morgunmatur í búðinni alla göngudagana, brenna og ball í Samkomuhúsinu Súðavík.

Hægt er að kaupa stakar göngur. Lengri göngur 5000.- og styttri göngur 3000.-kr

Þátttakendur mæta í göngur á eigin ábyrgð og er bent á að hafa ferða- og slysatryggingar í lagi. Almennir fyrirvarar gilda um göngur út frá veðri og aðstæðum. Ef fella þarf niður göngur vegna veðurs eða aðstæðna verður stefnt á að hafa aðrar göngur í staðinn ef hægt er.

Fararstjórar: Anna Lind Ragnarsdóttir s.893-4985, Ólafur Elíasson s.821-1152 og Sigurður Kjartansson s.897-4542.

Einnig veita upplýsingar: Bragi Þór Thoroddsen s. 868-9272

Hægt er að greiða fyrir göngurnar inn á reikning Göngufélags Súðavíkur. Senda kvittun á: annalind@sudavikurskoli.is

Reiknisnúmer: 0154-05-420900, kt:440204-4190

DEILA