GEFUM ÍSLENSKU SÉNS vekur athygli á komu Reynis A. Óskarssonar til Ísafjarðar.
Hann heldur fyrirlestra í Háskólasetri Vestfjarða undir yfirskriftinni Ógnvaldar. Fyrirlesturinn tekur á bardagaaðferðum víkinga og tungutaki þeirra.
Fyrri fyrirlesturinn á sér stað fimmtudaginn 17. ágúst klukkan 14:45 og fer fram á íslensku og ensku. Seinni fyrirlesturinn á sér stað 21. ágúst klukkan 16:00 og fer fram á íslensku.
Um kvöldið klukkan 19:30, 21. ágúst, verður einnig boðið upp á glímukennslu og fræðslu um íslenska glímu (verður og auglýst sér).
Reynir er helsti forvígismaður íslensku glímunnar og hefir unnið ötult kynningarstarf henni til framdráttar.
Þetta verður næsta víst fræðandi og skemmtilegt enda er Reynir mjög skemmtilegur maður. Öllum er hjartanlega boðið til leiks og kostar ekki krónu frekar en á aðra viðburði GEFUM ÍSLENSKU SÉNS.STÍGIÐ!
Hér fylgir svo kynningartexti frá Reyni sjálfum:
Reynir A. Óskarson er annar höfuðpaur samtakanna Hurstwic. Samtökin hafa síðastliðin 20 ár rannsakað bardagaaðferðir víkinga. Þessar rann¬sóknir hafa allar verið gerðar með vísindalegum aðferðum, undir hand¬leiðslu hins höfuðpaurs samtakanna Dr. William R. Short (Doctor of Science, frá MIT).
Hurstwic hefur stundað rannsóknir sem höfðu áður aðeins verið kenningar, þeir hafa gert bogastreng úr mannshári, synt í hringa¬brynjum, klofið óteljandi skildi og fjöldann allan af fleiri tilraunum í nafni vísinda.
Þessi 20 ára vinna hefur leitt í ljós allmargar uppgötvanir þegar kemur að þessum forna heimi. Hugtök hafa öðlast dýpri þýðingu samanber drengur, níð og orðstír. Einnig hafa fornmunir verið enduraldursgreindir vegna rannsókna Hurstwic.
Í raun hafa rannsóknir samtakanna orðið til þess að heildstæða mynd er hægt að sjá af bardagaaðferðum víkinga í fyrsta skiptið og ný og heildræn sýn á norrænt samfélag á víkingaöld sem heild. Þessar rannsóknir hafa nú verið teknar saman og settar í bókaform í bókinni Men of terror: A comprehensive analysis of Viking combat.
Þótt megin áhersla okkar hafi verið á bardagaaðferðir víkinga höfum við einnig rannsakað þó nokkur önnur svið tengd þessum forna heimi og þá sérstaklega íslenska glímu og íslenska járngerð. Rannsóknir okkar á íslenskri glímu hafa verið viðurkenndar af fyrrum og núverandi formönnum Glímusambands Íslands ásamt því að óskað var eftir því að Reynir tæki skrefið að koma glímu undir væng UNESCO.
Rannsóknir okkar á íslenskri járngerð hafa lagfært þá ranghugmynd að íslenskt járn hafi verið arfaslappt á fornöld. Afurð rannsókna okkar á járngerð stendur nú stolt sem sér sýning á Þjóðminjasafni Íslands.