Ferðafélag Ísfirðinga: Súgandafjörður – hjólaferð – 2 hjól

Laugardaginn 19. ágúst

Fararstjóri: lífskúnstnerinn og nautnamaðurinn Ómar Smári Kristinsson

Kl. 10.00 við Bónus á Ísafirði og kl. 10.20 á bílastæði fyrir ofan Botn og Birkihlíð í Súgandafirði.                        

Áður en farið er yfir fjarðarbotninn á grjótfyllingu er hjólað fram hjá tilgátuhúsi í sögualdarstíl. Leiðin er fremur gróf. Hún liggur uppi í hlíð og niðri í fjöru. Hentar fjallahjólum og góðum malarhjólum. Ágæt leið fyrir fólk sem er að æfa sig á erfiðum vegum.                         

Kílómetrafjöldi að Selárdal fram og til baka frá Botni er 14.5 km. Hjólatími með pásum: 2-3 klst.

DEILA