Færri selir nú en í fyrra

Um 40 sjálfboðaliðar tóku þátt í að telja seli á Vatnsnesi og Heggstaðanesi í sunnudag þegar fram fór selatalning.

Á 110 kílómetra langri strandlínu voru 549 selir taldir og er það 46 selum færra en í fyrra þegar þeir voru 595 talsins.

Á upplýsingasíðu Selasetursins segir að ekki sé hægt að draga stórar ályktanir af þessari fækkun og er bent á að árin 2012 og 2015 hafi 400-450 selir verið taldir.

„Vissulega hefðu það verið jákvæðar fréttir ef þessi tala hefði verið hærri. Við bindum því vonir við að hún verði hærri að ári í ljósi þess að staða selastofna landsins er viðkvæm,“ segir á síðunni.

Selatalningin er á vegum Selaseturs Íslands á Hvammstanga.

DEILA