Eyri: sumarmessa í veðurblíðunni

Eyrarkirkja í Seyðisfirði. Myndir: Kristinn H. Gunnarsson.

Sumarguðsþjónusta var í dag í Eyrarkirkju í Seyðisfirði í Ísafjarðardjúpi. Einmuna veðurblíða er við Djúp þessa dagana og fengu kirkjugestir kaffi og veitingar utandyra að messu lokinni.

Eyrarkirkja er bændakirkja og núverandi kirkja var reist 1866. Þangað áttu kirkjusókn þeir sem bjuggu í Folafæti, hinum megin Seyðisfjarðar. Meðal kirkjugesta nú var Erla Sigurgeirsdóttir, sem fæddist í Fætinum 1932 og var skírð í Eyrarkirkju á hvítasunnunni fyrir 90 árum. Erla fluttist með fjölskyldu sinni 1934 til Bolungavíkur og byggð í Fætinum lagðist af skömmu síðar.

Prestur var sr Hildur Inga Rúnarsdóttir og Jóngunnar Biering Margeirsson sá um tónlistarflutning. Meðhjálpari var Barði Ingibjartsson, Súðavík, sem er frá Hesti.

Jóngunnar og sr Hildur.
Kirkjugestir sungu saman að lokinni messu. Það er Uppsalafólkið sem leiðir söng og spil.

DEILA