Það hefur verið mikið um ferðamenn í sumar í Árneshreppi og um helgina verður margt um að vera.
Þá verður um verslunarmannahelgina hápunktur sumarsins. Á föstudagskvöldið eru Melasystur með stórtónleika í fjárhúsunum hjá foreldrum sínum á Melum. Systurnar eru Þorgerður Lilja, Ellen Björg og Árný Björk og hafa sýnt góða sönghæfileika.
Á laugardaginm verður mýrarbolti í túninu á Melum. Þar hafa á undanförunum árum að jafnaði keppt 12 – 18 lið og veðurútlitið er gott að þessu sinni.
Um kvöldið verður sveitaball í félagsheimilinu í Árnesi þar sem Blek og Byttur spila fyrir dansi.
Á sunnudaginn er stefnt að því að verði óvæntar uppákomur í Árneskirkju með landsþekktum listamönnum, en ekki hefur verið gefið upp hverjir komi fram í ár.
Sunnudagskvöldið verður varðeldur og söngur í fjörunni í Norðurfirði.
Ferðaþjónustan Urðartindur er með stórt tjaldstæði með öllum þægindum.