Svalvogavegur

Undir háum hömrum liggur vegur sem um margt er einstakur og heitir Svalvogavegur.

Þar er um að ræða tæplega 50 km leið sem liggur á milli Dýrafjarðar og Arnarfjarðar.

Leiðin er torfær og erfið yfirferðar á köflum og því eingöngu hægt að fara hana á góðum jeppa.

Svalvogavegur er með fallegsutu leiðum á Íslandi og liggur um óbyggðir og fáfarnar slóðir.

Elís Kjaran Friðfinnsson (1928-2008) jarðýtustjóri og fyrrum bóndi á Kjaransstöðum í Dýrafirði, sannkallaður brautryðjandi á jarðýtum, á allan heiðurinn af því að það tókst að leggja þennan veg

DEILA