Matvælaráðherra hefur nú hafnað beiðni Landssambands smábátaeigenda um að bæta 4.000 tonna þorskkvóta verði bætt við á strandveiðum.
Landssamband smábátaeigenda sendi Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra erindið 25. júní.
Svar barst frá Matvælaráðuneytinu í gær þar sem segir „öllum veiðiheimildum fyrir fiskveiðiárið 2022/2023 hefur þegar verið ráðstafað, þ.m.t. til strandveiða. Ráðuneytið hefur ekki lagaheimild til að fallast á fyrrgreint erindi sambandsins samkvæmt þeim málflutningi sem þar kemur fram.“
Þar sem aðeins á eftir að veiða um 800 tonn af þorski er ljóst að strandveiðum lýkur í næstu viku.