Sr Magnús: handvömm kirkjuþings

Sr. Agnes Sigurðardóttir, biskup Íslands.

Sr. Magnús Erlingsson segir að kirkjuþing, hafi ákveðið á fjarfundi 28. mars 2022 að gera afdrifaríkar breytingar á stöðu biskups og vígslubiskupa með því að setja þá á kjörtíma (tvö sex ára kjörtímabil). Hann segir þessa skipan óþekkta hjá lúterskum kirkjum í Evrópu. „Kirkjuþing ákvað á þessum fjarfundi að umræddar starfsreglur tækju gildi 1. janúar 2022, það er að segja þremur mánuður áður en starfsreglurnar voru samþykktar!“ segir Magnús í færslu um þetta á Facebook. Þegar kirkjuþing kom svo saman til formlegs fundar í okt./nóv. 2022 hafi ekkert verið rætt um þessi mál þrátt fyrir að forseta kirkjuþings og öðrum kirkjuþingsfulltrúum hafi mátt vera ljóst að samþykkt þessara reglna hefði áhrif á stöðu biskups Íslands.

Svo núna í vor þá hafi verið allt í einu blásið til kosninga um embætti vígslubiskups í Skálholti þegar skipunartími sr. Kristjáns Björnssonar rann út. „Þannig virðast þessar starfsreglur https://kirkjan.is/…/09%202021-2022%20str.%20um… gilda um sr. Kristján Björnsson en ekki biskup Íslands. Sem presti og prófasti í kirkjunni þá finnst mér þetta ekki í lagi og raunar vera brot á jafnræðisreglu. Ég furða mig líka á að forseti kirkjuþings Drífa Hjartardóttir og varafoseti kirkjuþings Kristrún Heimisdóttir skuli í sífellu benda á alla aðra en kirkjuþing þegar rætt er um þessi vandræði og óvissuna um stöðu biskups Íslands. Þær keppast við að kenna öðrum um það, sem er þó fyrst og fremst sök og handvömm kirkjuþings.“

Stjórn Prestafélags Íslands sendir frá sér í gær ályktun þar sem fram kemur stuðningur stjórnar fé­lags­ins við Agnesi Sig­urðardótt­ur til að gegna embætti bisk­ups Íslands. Tilefni ályktunarinnar er um fjöllun um ráðningarsamning biskups Íslands.

DEILA