Raunverð íbúða lækkar

Raðhúsin að Tungubraut 2 - 8.

Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu lækkaði um 1,1% í júní. Lækkun á fjölbýli og sérbýli var rétt um 1%. Í nágrenni höfuðborgarsvæðisins lækkaði verð um 2,1% og annars staðar á landsbyggðinni um 0,5%.

Síðustu 12 mánuði hefur raunverð íbúða á höfuðborgarsvæðinu lækkað um 5,7% miðað við vísitölu neysluverðs.

Í nágrenni höfuðborgarsvæðisins mælist nú raunverðslækkun um 1,7% á síðustu 12 mánuðum og er það í fyrsta skipti síðan 2014 sem það gerist.

Annars staðar á landsbyggðinni hefur raunverð hækkað um 4,3% síðustu 12 mánuði en þar var hækkunin nokkuð minni á árunum 2020-2022 en á höfuðborgarsvæðinu og í nágrenni þess.

DEILA