Ólafsvakan hófst í gær

Færeyski fáninn blaktir við hún milli tveggja fána Faroe ship. Myndir: Kristinn H. Gunnarsson.

Ólafsvakan í Færeyjum hófst í gær í Þórshöfn að viðstöddu miklu fjölmenni. Helgi Dam Ziska skákmeistari setti hátíðina með snjöllu ávarpi. Keppt var í kappróðri og var mikil þátttaka. M.a. kepptu í kvennaflokki um 20 sveitir í þremur flokkum á sex manna fari og mátti sjá knálega róið. Einnig var keppt á átta manna fari. Fer ekki á milli mála að kappróður er í miklum hávegum hafður með Færeyinga.

Frá kappróðrinum.
Helgi Dam setur hátíðina.

DEILA