Mjög fljótlega kemur út nýr geisladiskur með sjö lögum eftir Ólaf Kristjánsson, fyrrverandi skólastjóra Tónlistarskóla Bolungavíkur og fyrrverandi bæjarstjóra ásamt bók með lögunum. Útgáfutónleikar verða í haust í sal FÍH í Rauðagerði í Reykjavík.
Það voru þeir feðgar Smári Haraldsson og Halldór Smárason sem höfðu ákveðið frumkvæði að útgáfunni. Halldór tók sig til og skrifaði lögin á nótur og gerði músikina aðgengilega á nótnaformi og í framhaldinu var ákveðið að taka lögin upp.
Til þess að standa straum af framleiðslukostnaði og að hluta í upptökukostnað verður hver plata +bók seld kr. 5.000.
Titillagið bjórkvöld vina kom þannig til að Villi Valli hafði samband við Ólaf og vantaði lag. Ólafur settist niður og lagði varð til.
Hljómlistarmennirnir Halldór Smárason á píanó, Bjarni Sveinbjörnsson á bassa og Pétur Grétarsson á trommur skipa hljómsveitina.
Upptökur fóru fram í hljóðverði FÍH og Ólafur var þeim innan handar við þá vinnu. Um er að ræða sjö gullfalleg lög sem Ólafur hefur samið gegnum árin en er fyrst nú á 88. ári, að koma lögunum á framfæri.