MERKIR ÍSLENDINGAR – SVEINBJÖRN FINNSSON

Svein­björn Finns­son fædd­ist þann 21. júlí 1911 á Hvilft í Önund­arf­irði.

For­eldr­ar hans voru Finn­ur Finns­son, bóndi þar, f. 1876, d. 1956, og k.h. Guðlaug Jakobína Sveins­dótt­ir, hús­freyja. For­eldr­ar Finns voru Finn­ur Magnús­son, bóndi á Hvilft, og k.h. Sig­ríður Þór­ar­ins­dótt­ir, og for­eldr­ar Guðlaug­ar voru Sveinn Rós­inkr­anz­son, út­vegs­bóndi og skip­stjóri á Hvilft, og k.h. Sig­ríður Svein­björns­dótt­ir, hús­freyja.
 

Svein­björn lauk stúd­ents­prófi frá Mennta­skól­an­um á Ak­ur­eyri árið 1933 og hag­fræðiprófí frá London School of Economics 1939.
 

Hann var verk­smiðju­stjóri Síld­ar­verk­smiðju rík­is­ins á Sól­bakka í Önund­arf­irði 1935-1937, full­trúi í Verðlags­nefnd og Tveggja­manna­nefnd 1939-1941, skrif­stofu­stjóri Viðskipta­nefnd­ar ut­an­rík­is­viðskipta 1941-1942 og fyrsti verðlags­stjóri á Íslandi 1943-1946.
 

Sveinbjörn Finnsson var frum­kvöðull humariðnaðar á Íslandi og byggði upp veiðar, frystiaðferðir og markaði 1950-1954.



Hann var hvatamaður að stofn­un Styrkt­ar­fé­lags lamaðra og fatlaðra 1952 og var fram­kvæmda­stjóri þess 1957-1962. Hann átti sæti í fyrstu stjórn Öryrkja­banda­lags­ins.
 

Svein­björn kenndi við Voga­skóla í Reykja­vík 1963-1979 og var yfir­kenn­ari 1978-1979 og gerðist einn brautryðjenda í starfs­fræðslu í skól­um lands­ins.
 

Svein­björn var staðarráðsmaður við Skál­holt 1964-1990, en hann var einn af stofn­end­um Skál­holts­fé­lags­ins sem hef­ur unnið að því að end­ur­reisa Skál­holtsstað.
 

Svein­björn var sæmd­ur Skál­holtsorðunni, til minn­ing­ar um vígslu Skál­holts­kirkju árið 1963, og gullþjón­ustu­pen­ingi með kór­ónu af Dana­drottn­ingu árið 1973.

Eig­in­kona Svein­björns var Thyra Finns­son, fædd Fri­is Ol­sen 30.1. 1917, d. 8.8. 1995, frá Slag­el­se í Dan­mörku. Hún var hús­freyja og rit­ari.


Börn þeirra:


Gunn­ar, f. 1940, d. 2014, Arn­dís, f. 1943, Hilm­ar, f. 1949, og Ólaf­ur William, f. 1951.

Svein­björn Finns­son lést þann 1. apríl 1993.

________________________________________________

Í afmælisgrein um Sveinbjörn Finnsson sjötugan þann 21. júlí 1981 skrifaði Ólafur Haukur Árnason m.a. í Morgunblaðinu:

Ekki er á almanna vitorði þáttur Sveinbjörns Finnssonar í sigri okkar í landhelgisdeilunni við Breta þegar fært var út í 12 mílur. Þar munaði heldur betur um verk hans og mun sú saga væntanlega skráð síðar.

Þann dag var einnig í Morgunblaðinu:

Sveinbjörn Finnsson, sæll minn kæri 
senda skal þér kveðju hlýja.
Óskandi þér auðnan færi
ennþá marga daga nýja.

Enn þú heldur austurleiðir,
— ekki bregður vana þínum.
Fagurt Skálholt faðminn breiðir, 
— fagnar einkavini sínum.
 


Auðunn Bragi Sveinsson.


 

DEILA