Lítið eftir af þorskkvóta fiskveiðiársins og verð á þorski hátt

Lítið er eft­ir af þorskkvóta fisk­veiðiárs­ins 2022/​2023 eða rúmlega 11 þúsund tonn af þeim 168 þúsund tonnum sem úthlutað var.

Það eru því ekki eingöngu strand­veiðisjó­menn sem þurfa að stöðva veiðar. Margir bátar eru þegar bundnir við bryggju og þeim mun fjölga á næstu dögum, en nýtt fiskveiðiár hefst svo 1. september

Verð á fisk­mörkuðum hefur hækkað eft­ir að strand­veiðum lauk og var verð á fisk­mörkuðum nú rúm­lega 540 krón­ur fyr­ir kíló af óslægðum þorski sam­kvæmt töl­um Reikni­stofu fisk­markaða.

Það er um 20% hærra verð en fékkst að meðaltali það sem af er júlí­mánuð og um 30% hærra verð en meðal­verð í maí og júní.

Meðal­verð það sem af er júlí er um 450 kr krón­ur á kíló en var um 416 krón­ur í maí og júní.

DEILA