Laxveiði: óvenjulítið lítið vatn í ánum

Fyrirstöðuþrep í Langadalsá í Ísafjarðardjúpi. Teljarinn er staðsettur í hólfinu ofan við þrepið. Mynd: Hafrannsóknarstofnun.

Sigurður Marinó Þorvaldsson umsjónarmaður í Langadalsá og Hvannadalsá í Ísafjarðardjúpi segir að laxveiðin hafi ekki verið góð það sem af er sumri þar sem er alveg skelfilega lítið vatn er í ánum. Hins vegar segir hann svoldið af fiski hafa gengið og jafnvel meira en í fyrra, „það er stór torfa við þjóðvegabrú og þar fyrir neðan, það hafa verið að ganga fiskar í gegnum teljarann en hann er samt kominn rúmlega hálfur upp úr“ vegna vatnsleysis.

„Fiskarnir nenna varla að stökkva það vantar svo mikið súrefni í vatnið í svona aðstæðum, breytist ekkert á meðan ekki rignir“ segir Sigurður.

Fyrsti laxinn í Hvannadalsá veiddist í gær og fimm laxar hafa veiðst í Langadalsá. Enginn hnúðlax hefur sést ennþá en tveir veiddust í fyrra.

DEILA