Hlutdeild rafbíla tæp 40% það sem af er árinu

Bílaumferð í Íran. Mynd: Vísindavefur H.Í.

Það sem af er árinu eru nýskráningar fólksbifreiða alls 10.262 en voru á sama tíma í fyrra 9.327. Aukningin nemur 10%.

Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Bílgreinasambandinu.

Alls hafa farið 5.590 bifreiðar til bílaleiga og 5.064 til almennra notkunar.

Hlutdeild rafbíla það sem af er árinu er 38,2% en alls hafa selst 3.921 bílar. Hybrid-bílar koma í öðru sæti með 21,2% hlutdeild, alls 2.170 bílar.

Dísil-bílar koma síðan í þriðja sætinu, hlutdeild þeirra er 16,3%, alls 1.673 bílar. Alls hafa 1.391 bensín bílar selst og 1.102 tengiltvinnbílar.

Toyota er söluhæsta bílategundin með 2.021 bíla sem er um 19,7% hlutdeild á markaðnum. Í Teslu eru 1.505 nýskráningar og í þriðja sæti kemur Kia með 1.365 bíla.

DEILA