Hlaupahátíð á Vestfjörðum : 179 þátttakendur

Á hlaupahátðíinni voru Skálavíkurhlaup og Óshlíðarhlaup einnig á dagskránni.

Hlaupahátíðin á Vestfjörðum var haldin um síðustu helgi í blíðskaparveðri. Góð þátttaka var í greinum hátíðarinnar. Það voru 179 sem komu í mark á Sveinseyri í Dýrafirði.

Í tvöfaldri Vesturgötu, 45km ,kom Óskar Ragnar fyrstur í mark, Ragnar Bragason var annar á tímanum 04:35:22 og Guðmundur Guðnason þriðji, 04:40:47. Í kvennaflokki var Melkorka Kvaran fyrst í mark á tímanum 04:48:45, Hjördís Björnsdóttir önnur, 04:58:28 og Arndís Magnúsdóttir þriðja, 05:21:49.

Í heilli Vesturgötu, 24 km, kom Dagur Ben fyrstur í mark á tímanum 01:41:52, annar var Grétar Smári Samúelsson, 01:52:08 og Kristinn Árnason þriðji, 01:54:40. Í kvk flokki var Line Frese Søderlund hlutskörpust, 01:57:17, önnur var Kristjana Pálsdóttir, 02:03:34 og Gerður Rún Guðlaugsdóttir þriðja, 02:14:04.

Í hálfri Vesturgötu, 10km, kk kom Ástmar Helgi fyrstur í mark. Hann hljóp á tímanum 00:41:56, Hilmir Freyr Norðfjörð var annar, 00:45:39 og Árni Freyr Elíasson þriðji á tímanum 00:46:07. Í kvk flokki var Hugrún Elvarsdóttir fyrst yfir marklínuna, 00:44:06, önnur var Harpa María Friðgeirsdóttir á tímanum 00:47:53 og Ingunn Ýr Angantýsdóttir þriðja, 00:52:26.

Þá var keppt í þríþraut, sjósund, Vesturgötuhjólreiðum og 24 km Vesturgata. hlaupi. Samúel Orri var með bestan samanlagða timann í kk flokki, Bjarki Freyr Rúnarsson var annar og Ólafur G Höskuldsson þriðji. Í kvk flokki var Rannveig Guicharnaud með besta timann, Edda Vésteinsdóttir varð önnur og Aðalbjörg Halldórsdóttir þriðja.

Í samantekt frá aðstandendum keppninnar kemur fram að afhent voru 361 rásnúmer sem voru notuð frá fimmtudegi- sunnudags og skiluðu þau sér öll í mark, 100% árangur. Synt, hjólað og hlupið samtals 21.446km sem verður að þetta verður að teljast all gott. Bakaðar voru vöfflur úr 30 lítrum af deigi og auk þess boðið upp á nýbakaðar kleinur, skyr, kringlur og alls konar gott fyrir keppendur og fylgdar lið þeirra.

Komið í mark á Sveinseyri.
DEILA