Hjallaháls verður lokað í haust

Hjallaháls í Gufudalssveit er erfður farartálmi, sér í lagi að vetrarlagi.

Vegagerðin stefnir að því í haust að hleypa umferð á nýjan veg um Teigsskóg og inn Djúpafjörð og taka Hjallaháls úr þjónustu og loka veginum. Sigurþór Guðmundsson, deildarstjóri hjá Vegagerðinni staðfestir þetta. Hann segir stefnt að því að búið verði að setja bundið slitlag á þessa leið í haust. Ljóst er að það takist með Djúpafjörðinn en ekki alveg víst hvort náist að leggja slitlagið á nýja veginn um Teigsskóg fyrir veturinn.

Hjallaháls er 305 metra hár háls milli Þorskafjarðar og Djúpafjarðar.

Við þetta breytingu fækkar um einn háls á Vestfjarðavegi og eftir verður Ódrjúgsháls auk Klettháls.

Sigurþór sagði ennfremur að framkvæmdir við þverun Þorskafjarðar gangi vel „það er rífandi gangur þar“.

DEILA