,,Hann elskar mig, hann elskar mig ekki“ í Gallerí Úthverfu

Fimmtudaginn 20. júlí kl. 17 – 18:30 flytur Zosia Zoltkowski, sem nú dvelur í gestavinnustofum ArtsIceland, gjörning í Gallerí Úthverfu Aðalstræti 22 á Ísafirði.Gjörningurinn ber heitið ,,Hann elskar mig, hann elskar mig ekki“ og varir í einn og hálfan tíma. Gestum er boðið að fygljast með allan tímann eða skemur sé þess óskað.

Zosia endurgerir fráögnina sem margir þekkja um „Hann elskar mig, hann elskar mig ekki“.

Í samræðum við Lupinus Nootkatensis (Alaska lúpína) mun hún með gjörningi sínum takast á við heillandi blómið annars vegar og vistfræðileg áhrif þess hins vegar. Gjörningurinn sem er í ætt við hefðbundna helgisiði mun skapa rými fyrir íhugun, vefa saman e.k. fléttu tilfinningalegra viðbragða og efla dýpri skilning á hlutverki okkar í náttúrulegu vistkerfi.

Hún mun afhjúpa viðkvæma tvískiptinguna milli aðdáunar og afleiðingar vanrækslu, sem fær áhorfandann til að íhuga eigin sambönd og tengsl sem ná út fyrir hinn mannlega heim.Zosia Zoltkowski er gjörningalistamaðar og vinnur þvert á greinar. Hún er upprunalega frá Brisbane í Ástralíu en býr í Mexíkó, Evrópu og Ástralíu.

DEILA