Garpsdalskirkja fær orgel að gjöf

Reykhólavefurinn segir frá því að Garpsdalskirkju hafi á dögunum fært orgel, sem afkomendur Jóhanns Guðmundssonar á Hólmavík gáfu kirkjunni.

Það voru þeir Ingimundur og Þorkell synir Jóhanns, og Jón Ingimundarson sonarsonur hans sem afhentu sóknarnefnd Garpsdalskirkju hljóðfærið. 

Ingibjörg Kristjánsdóttir tekur við gjöfinni frá Ingimundi Jóhannssyni, sem afhenti orgelið fyrir hönd fjölskyldunnar.

Þetta orgel var í eigu Jóhanns Guðmundssonar, en hann féll frá snemma á þessu ári.

Hljóðfærið er í ágætu standi en vantaði hlutverk. Ingimundur er mjög virkur í kórstarfi í kirkjunum á Ströndum og Reykhólum og hefur einnig sungið við athafnir og veitti því þá athygli að orgelið í Garpsdalskirkju var orðið ónothæft.

Því varð það að ráði að fjölskyldan bauð kirkjunni orgelið að gjöf og var það þegið með þökkum.

Að afhendingu lokinni spilaði Jón Ingimundarson nokkur lög á orgelið, en hann er píanókennari og hljómborðsleikari

DEILA