Ferðafélag Ísfirðinga: gengið úr Hrafnfirði yfir í Furufjörð – 2 skór

Laugardaginn 29. júlí.

Fararstjóri: Emil Ingi Emilsson.

Mæting kl. 8 við Sundahöfn á Ísafirði þar sem fyrirtækið Sjóferðir er með aðstöðu. Siglt frá Sundahöfn á Ísafirði innst inn í Hrafnfjörð þar sem farið verður í land.

Gengið frá sæluhúsinu í Hrafnfjarðarbotni upp úr firðinum yfir Skorarheiði. Fyrst er gengið eftir ruddri slóð til suðausturs upp með Skorará, um Andbrekkur og Skorardal þar sem farið er yfir ána á brú. Haldið í sömu átt eftir nokkuð bröttum sneiðingum þar til komið er upp á heiðina og fyrir sunnan Skorarvatn í um 200 metra hæð. Þaðan austur Furufjörð að sæluhúsinu við sjó í Furufirði. Gert er ráð fyrir góðu nestisstoppi og hvíld þar. Styttri nestisstopp verða einnig við Skorarvatn. Gengið til baka samdægurs yfir í Hrafnfjörð og siglt til Ísafjarðar um kvöldið.

Á heiðinni sést hið svipmikla fjall Gýgjarsporshamar vel en þar er sögð ein mesta álfabyggð á Vestfjörðum og þó víðar væri leitað. Áhugavert svæði m.a. út frá sögu mannlífs og byggðar, þjóðsagna, jarðfræði og gróðurs.Vegalengd 16 km, áætlaður göngutími 8 – 9 klst., gengið upp í um 200 m hæð.

Þátttakendur verða að skrá sig á netfang félagsins ferdafelag.isfirdinga@gmail.com Þátttökugjald er 15.000 kr. en aðeins 12.000 kr. fyrir þá sem eru í FÍ eða félagsdeildum innan þess. Það er bókstaflega næstum því ekki neitt.

DEILA