Ferðafélag Ísfirðinga: Dalsheiði – stikuferð 2 skór – á laugardaginn

Laugardaginn 15. júlí

Fararstjórar: Emil Ingi Emilsson og Ólafur Engilbertsson

Mæting kl. 9 við Bónus Ísafirði

Dalsheiði stikuð að hluta eða um 5 km af henni og þá upp í um 670 m hæð.

Vegalengd 8 km , áætlaður tími 6 klst., gengið upp í um 700 m hæð.

Þátttakendur skrá sig á netfang félagsins ferdafelag.isfirdinga@gmail.com fyrir kl. 16.00 miðvikudaginn 12. júlí. Þátttakendur fá ókeypis máltíðir og einnig er í boði frí gisting fyrir þá sem það vilja. Þeir þurfa einungis að taka með sér svefnpoka og kodda. Valkostur sem er tilvalinn fyrir þá sem ætla einnig að taka þátt í blómaskoðunarferðinni daginn eftir.

DEILA