Félagsmót Hestamannafélagsins Storms 2023

Hið árlega hestamannamót Storms verður haldið á Söndum í Dýrafirði dagana 28 og 29 júlí.

Þar sem veðurspá fyrir helgina er góð má búast við talsverðu fjölmenni á mótinu.

Keppt verður í eftirfarandi flokkum:

A-flokki
B-flokki
Barnaflokki (10-13 ára)
Unglingaflokki (14-17 ára)
Ungmennaflokki (18-21 árs)
Tölti

Skila þarf inn skráningum fyrir keppni. Það sem fylgja þarf skráningu er eftirfarandi: Nafn hests og IS númer. Nafn og aldur knapa og félag.

Einnig er skráning í púkaflokk fyrir 10 ára og yngri – þar þarf aðeins nafn knapa og hests.

DEILA