Annar skammtur af Brjóstmyndum frá hönnuðinum og listamanninum Sunnefu Elfars er á sýningu á kaffihúsinu Simbahöllinni á Þingeyri og er opin á opnunartíma kaffihússins (kl. 10-17 alla daga)..
Verkin eru hekluð úr hágæða bómul í fjölbreyttum fundnum römmum.
Brjóstmyndir Sunnefu voru fyrst sýndar í Skúmaskoti í nóvember á síðsta ári og vakti sýningin mikla athygli og ekki síður umræður gesta. Því þó að efnið sé í raun hversdagslegt bera flest okkar sterkar tilfinningar til þess.
Sunnefa Elfars er menntaður fatahönnuður frá Listaháskóla Íslands, hún hefur unnið við fjölbreyttum verkefni á sviði hönnunar og lista oftar en ekki með sterka femíníska skírskotun í gegnum textílinn, miðil sem í alda raðir hefur verið tengdur kvennamenningu og því ekki fengið þá virðingu sem formið á skilið.
Þetta er í annað sinn sem Sunnefa sýnir á Vestfjörðum en hún er einmitt alin upp þar og er með sterkar vestfirskar rætur.