Bæta á réttarstöðu og húsnæðisöryggi leigjenda

Bolungavík.

Starfshópur innviðaráðherra, skipaður fulltrúum stjórnvalda og aðilum vinnumarkaðarins, hefur skilað tillögum að víðtækum breytingum á húsaleigulögum til að bæta réttarstöðu og húsnæðisöryggi leigjenda.

Starfshópurinn skilaði tillögum sínum til ráðherra í formi draga að frumvarpi um breytingar á húsaleigulögum (nr. 36/1994) sem hafa verið birt í samráðsgátt stjórnvalda.

Hægt er að senda inn umsögn eða ábendingar til og með 21. ágúst. Frumvarp innviðaráðherra verður lagt fram á haustþingi að samráði að loknu um tillögur starfshópsins.

Megináherslur í tillögum starfshópsins eru að stuðla að langtímaleigu og auknum fyrirsjáanleika um leiguverð, jafnt á samningstíma og á milli samninga við endurnýjun eða framlengingu.

Þá verði almennri skráningarskyldu leigusamninga í leiguskrá HMS komið á til að tryggja áreiðanlegar og heildstæðar upplýsingar um leigumarkaðinn, ekki síst um markaðsleigu húsnæðis sem er meginviðmið sanngjarnrar og eðlilegrar leigufjárhæðar samkvæmt húsaleigulögum. Loks er að kærunefnd húsamála verði efld til að tryggja aðilum leigusamnings öflugt og skilvirkt réttarúrræði til úrlausnar á mögulegum ágreiningi.

DEILA