Atvinnuleysi í júní 2,9%


Skráð atvinnuleysi í júní var 2,9% og minnkaði úr 3,0% í maí. Í júní 2022 var atvinnuleysið hins vegar 3,5%.

Að meðaltali voru 5.833 atvinnulausir í júní, 3.185 karlar og 2.648 konur. Að meðaltali fækkaði atvinnulausum um 208 frá maí.

Atvinnuleysi var mest á Suðurnesjum í júní eða 3,8% og minnkaði úr 4,1% í maí.
Minnst var atvinnuleysi á Norðurlandi vestra 0,6%, á Austurlandi 1,1% og 1,7% á Vestfjörðum.

Alls komu inn 284 ný störf sem auglýst voru í vinnumiðlun hjá Vinnumálastofnun í júní.
Í júní 2023 gaf Vinnumálastofnun út 205 atvinnuleyfi til erlendra ríkisborgara til að starfa hér á landi þar af 163 á höfuðborgarsvæðinu.

Alls voru 2.980 erlendir atvinnuleitendur án atvinnu í lok júní og fækkaði um 49 frá maí.
Í júní voru 185 einstaklingar á ráðningarstyrk innan fyrirtækja eða stofnana og sex einstaklingar voru á nýsköpunarstyrk.
Vinnumálastofnun spáir því að atvinnuleysi muni lítið breytast í júlí og gæti orðið á bilinu 2,7% til 2,9%.

DEILA