Vestri: tap í Mosfellsbænum í Lengjudeildinni

liðin ganga inn á upphitaðan gervigrasvöllinn við Varmá.

Vestri sótti Aftureldingu heim á laugardaginn í Lengjudeild karla. Afturelding hafði sigur 3:1 eftir að hafa leitt 2:0 í hálfleik. Vestramenn léku vel og áttu í fullu tré við Mosfellingana, en voru ekki beittir fram á við og áttu í erfiðleikum í föstum leikatriðum. Afturelding gerði tvö mörk úr hornspyrnum og almennt ollu hornspyrnurnar ulsa í Vestravörninni.

Mark Vestra gerði Benedikt Warén.

Á leiknum voru leikmenn úr 5. flokki Vestra sem voru að keppa á Íslandsmótinu um helgina. Keppt var við Reyni/Víði af Suðurnesjunum, KR og Hauka. Þarna voru ungir drengir víða af Vestfjörðum m.a. frá Patreksfirði og Tálknafirði.

Ísfirðingurinn Halldór Jónsson var mættur á leikinn.
Bæjarstjón Mosfellsbæjar hefur greinilega ekki lagst gegn léttvínsveitingum á leiknum.

DEILA