Þingeyri: Mæðgur sýna

Hvað er eiginlega í vatninu á Þingeyri? Á helginni opna þrjár mæðgur listsýningar á listaeyrinni Þingeyri. Móðirin Marsibil G. Kristjánsdóttir opnar sýningu á Hótel Sandafelli ásamt dóttur sinni Heiði Elfarsdóttur. Aðeins tvö hundruð metrum frá á Þingeyri opnar síðan elsta dóttir móðurinnar Sunnefa Elfarsdóttir listsýningu á Simbahöllinni.

Sýning Sunnefu á Simahöllinni opnar á laugardag kl.15.01. Sýning hennar nefnist Brjóstmyndir II. Brjóstmyndir Sunnefu voru fyrst sýndar í Skúmaskoti í nóvember á síðsta ári og vakti sýningin mikla athygli og ekki síður umræður gesta. Því þó að efnið sé í raun hversdagslegt bera flest okkar sterkar tilfinningar til þess. Verkin eru hekluð úr hágæða bómul í fjölbreyttum fundnum römmum. Þetta er í annað sinn sem Sunnefa sýnir á Vestfjörðum en hún er einmitt alin upp þar og er með sterkar vestfirskar rætur.

Marsibil og Heiður opna sína sýningu klukkutíma síðar eða kl.16.01 á Hótel Sandafelli. Sýning þeirra nefnist Gró/Skeljaverur/Hús einsog nafnið gefur til kynna er lisverkið fjölbreytt. Má þar nefna skeljaverur sem vakið hafa mikla athygli hér á landi og erlendis, og þrykki myndir, sem þær mæðgur hafa verið að vinna að í vor. Báðar eru þær búsettar og starfandi á Þingeyri.

Báðar sýningarnar á Þingeyri verða opnar í allt sumar.

Hér eru tenglar með nánari upplýsingum

https://www.facebook.com/events/9525143940889613

https://www.facebook.com/events/6287643731297132

DEILA