Svalvogavegur 50 ára

Feðgarnir Elís Kjaran Friðfinnsson og Ragnar Kjaran Elísson lögðu af stað í Hrafnholur í Ófæruvík undir Helgafelli þann 6. Júní 1973 og komust út úr Hrafnholunum þann 16.júní.

Opnuðust þá leiðir til áframhaldandi vegagerðar allt til Lokinhamradals.

Vísu þessa kvað Elís þegar komið var til Svalvoga, þann 10. Júlí.

Það er erfitt að hnuðla á eintómu grjóti

en ágætt að stuðla á ný

þá beiti ég tönninni og brosi á móti

Og byggi mér vegi úr því.

Til heiðurs brautryðjendum,  Svalvogavegur / Kjaransbraut  50 ára

Guðmundur R. Björgvinsson

Svalvogavegur. Mynd: Bæjarins besta.

DEILA