Nú eru um tvær vikur eftir af strandveiðitímabilinu ef afli helst svipaður og verið hefur.
Búið er að veiða 73.48% þess þorsks sem úthlutað var.
Það þýðir að 2.652 tonn eru eftir af 10.000 tonna aflaheimildum í þorski sem úthlutað var til strandveiða.
Rúm 300 tonn hafa að jafnaði komið á land á dag það sem af er júnímánuði.
Miðað við sama framgang verða veiðar stöðvaðar 6 eða10. júlí.