Strandveiðar: 114 tonn í Bolungavík

Bolungavíkurhöfn síðasta laugardag. Mynd: Kristinn H. Gunnarsson.

Alls lönduðu strandveiðibátar 114 tonnum í Bolungavíkurhöfn í vikunni sem er að líða. Samtals voru það 55 bátar sem lönduðu afla, allt upp í 5 tonn í fjórum róðrum, sá sem mestu landaði. Það var Kjarri ÍS 70 sem með heimahöfn í Bolungavík. Agla ÁR 79 frá Þorlákshöfn var einnig með meira en 4 tonn og landaði 4,2 tonnum. Það eru veiðar á ufsa sem skýra aflann umfram það sem heimilt er að veiða af þorski í hverjum róðri.

Fjórir bátar voru með meira en 3 tonn. Logi ÍS 79 frá Bolungavík 3,3 tonn, Arnór Sigurðsson ÍS 200 frá Ísafirði var einnig með 3,3 tonn svo og Gugga ÍS 63 frá Súðavík og Jói ÍS 10 Ísafirði landaði 3,1 tonni.

DEILA