Skógræktarfélag Íslands andmælir rangfærslum um skógrækt

Skógræktarfélag Íslands hefur sent Ísafjarðarbæ og reyndar öllum sveitarfélögum erindi og vill koma því að framfæri að skógar eru óvenjulitlir á Íslandi og að það sé talið eitt fátækasta land Evrópu af skógum.
„Rannsóknir hafa sýnt að miðað við óbreyttar gróðursetningar, sem nú eru um 6 milljón plantna á ári á um 2.500 hektara lands, muni ræktaðir skógar aukast úr 0,47% í 0,79% af flatarmáli ræktanlegs lands.
Ef dæmið gengur upp og fjármunir fást í tvöföldun þessarar ræktunar, þ.e.a.s. að gróðursettar verði um 12 milljón plöntur á ári sem muni þekja um 5000 ha árlega, þá verðum við í mesta lagi komin í um 1,19% skógarþekju um 2050.“

Reyndar telur Skógræktarfélagið að ástæða sé til þess að óttast að því markmiði verði ekki náð þar sem
plöntuframleiðsla í landinu nægir ekki til framleiðslu 12 milljón platna á ári.

„En jafnvel þótt háleitustu markmið skógræktarfólks næðu fram að ganga yrði einungis búið að ganga á 2% tiltæks lands undir 400 m hæð með ræktuðum trjátegundum af erlendum uppruna árið 2050.“

DEILA