Sameining sveitarfélaga: velheppnaðir íbúafundir

Mynd Elínar Elísabetu Einarsdóttur var dregin upp á einum fundinum.

Í síðustu viku fóru fram fimm íbúafundir þar sem kynnt voru drög að stöðugreiningu og forsendum fyrir sameiningu Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar. Fundirnir voru haldnir á Barðaströnd, Patreksfirði, Tálknafirði og Bíldudal ásamt því sem haldinn var fundur sérstaklega fyrir fólk af erlendum uppruna á Tálknafirði. Þegar kynningu lauk bauðst íbúum að taka þátt í vinnustofu þar sem þau gátu komið á framfæri sínu áliti á hugsanlegri sameiningu Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar. Samstarfsnefndin mun í framhaldinu vinna úr þeim ábendingum. 

Hér má nálgast drög að stöðugreiningu og forsendu fyrir sameiningu Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar sem farið var yfir á fundinum. 

Samstarfsnefndin hefur ákveðið að gefa íbúum lengri tíma til að koma með ábendingar við umrædda stöðugreiningu og forsendur fyrir sameiningu sveitarfélaganna. Þannig geta þau sem ekki komust á íbúafundina einnig fengið tækifæri til að tjá sig um sameiningu sveitarfélaganna áður en samstarfsnefndin skilar endanlegu áliti til sveitarstjórna síðar í júní. 

Í stöðugreiningunni er farið nánar ofan í stöðu byggðalaganna og mögulegar breytingar í kjölfar sameiningar sveitarfélaganna. Meðal annars er þessi glæra sem sýnir svokallaða svót greiningu og aðkomu ríkisins:

Fram kemur í stöðugreiningunni að gert er ráð fyrir þriggja manna heimastjórnum innan hins sameinaða sveitarfélags , eina fyrir hvern fjörð Patreksfjörð, Tálknafjörð og Arnarfjörð. Þá eru ítarlegar upplýsingar um fjármál og stjórnsýslu.

DEILA