Steinunn Jónsdóttir fæddist á Flateyri þann 21. júní 1928.
Foreldrar Steinunnar voru Guðrún Arnbjarnardóttir kennari, frá Fellskoti í Biskupstungum, f. 1892, d. 1983, og Jón Eyjólfsson frá Kirkjubóli í Valþjófsdal, verslunarmaður á Flateyri, f. 1880, d. 1950.
Systkini Steinunnar voru:
a) Eyjólfur, f. 1917, d. 2000 – b) Kristín, f. 1920, d. 2001 -c) Þórir, f. 1923, d. 1964 – d) Bryndís, f. 1932, d. 2001.
Eiginmaður Steinunnar var Guðmundur Jónsson húsasmíðameistari og hreppstjóri, frá Gemlufalli í Dýrafirði, f. 1924, d. 1983. Hann var sonur Ágústu Guðmundsdóttur, f. 1890, d. 1973, frá Brekku í Dýrafirði og Jóns G. Ólafssonar, f. 1891, d. 1963, frá Hólum í Dýrafirði. Bændur á Gemlufalli.
Steinunn og Guðmundur eignuðust sex börn.
- Guðrún Nanna, f. 1953, – 2) Jón, f. 1955, – 3) Ágústa, f. 1957, –
4) Eyjólfur, f. 1958, – 5) Greta Sigríður, f. 1961, – 6) Svanhildur, f. 1964,
Steinunn fæddist á Flateyri og bjó þar mestan hluta ævi sinnar. Hún gekk í Barna- og unglingaskólann á Flateyri og fór síðar í nám í Kvennaskólanum í Reykjavík, þaðan sem hún útskrifaðist .
Steinunni var margt til lista lagt. Hún spilaði á gítar og söng, var góður teiknari, prjónaði mikið og hannaði oft sitt prjónverk. Einnig saumaði hún mikið. Hún hafði á yngri árum áhuga á íþróttum og spilaði handbolta með KR.
Steinunn vann lengi á símstöðinni á Flateyri og síðar á pósthúsinu. Hún var mjög virk í Kvenfélaginu og gegndi þar mörgum trúnaðarstörfum. Um tvítugt fékk hún berkla og þurfti að dvelja á Kristnesi. Þessi veikindi settu mark sitt á hana og hennar persónuleika og var æðruleysi kannski hennar lýsandi persónueinkenni upp frá því.
Æskuheimili Steinunnar og bókaverslunin í sama húsi á Flateyri er nú safn á vegum Minjasjóðs Önundarfjarðar.
Steinunn Jónsdóttir lést þann 16. mars 2015 á Sjúkrahúsinu á Ísafirði.
Útför Steinunnar fór fram frá Flateyrarkirkju 27. mars 2015
Skráð af Menningar-Bakki.