Merkir Íslendingar – Hallgrímur Sveinsson

Hallgrímur Sveinsson var fæddur í Reykjavík þann 28. júní 1940. 

Foreldrar hans voru Hanna Kristín Guðlaugsdóttir húsfreyja, f. 25. september 1911 á Snældubeinsstöðum í Reykholtsdal, Borgarfirði, d. 1997, og Sveinn Jónsson húsasmiður, f. 24. apríl 1885 frá Sauðtúni í Fljótshlíð, d. 1957.


Hallgrímur lauk kennaraprófi vorið 1961 og kenndi fyrst við heimavistarskólann á Jaðri við Reykjavík og var síðan forstöðumaður vistheimilisins í Breiðuvík í tvö ár.

Hallgrímur var kennari í Auðkúluhreppi og síðan í barna og unglingaskólanum á Þingeyri og skólastjóri þar um árabil.

Eiginkona Hallgríms var Guðrún Steinþórsdóttir frá Brekku í Dýrafirði , fædd þann 1. mars 1938 – d. þann 14. júlí 2021.
Guðrún var dóttir hjónanna Steinþórs Árnasonar frá Brekku, bónda og sjómanns, f. 22. ágúst 1902, en hann féll í skotárás á línuveiðarann Fróða 10. mars 1941, og Ragnheiðar Stefánsdóttur húsfreyju, f. 27. október 1911, d. 28. nóvember 1985.
Hallgrímur  og Guðrún voru barnlaus.


Guðrún var með sauðfjárbúskap á Brekku í mörg ár og titlaði Hallgrímur sig þá „léttadreng“ á Brekku. Hallgrímur  og Guðrún voru barnlaus.

Þau hjónin Hallgrímur Sveinsson og Guðrún Steinþórsdóttir voru bændur og staðarhaldarar á Hrafns­yri við Arnarfjörð, fæðingarstað Jóns Sig­urðssonar forseta, í rúm 40 ár frá 1964 – 2005  og sáu um vörslu og umhirðu staðarins fyrir hönd Hrafnseyrarnefndar.

Hallgrímur Sveinsson gaf út fjölda bóka í nafni Vestfirska forlagsins, ekki síst með sögum og fróðleik af Vestfjörðum. Hans eigin höfundar­verk voru þar á meðal.

Bókatitlarnir voru orðnir a.m.k. 300 á rúmum 25 árum. Vann Hallgrímur að þessu verkefni og áhugamáli til dánardags. Hann ritaði einnig greinar í blöð, m.a. Morgunblaðið, og á Þingeyrarvef­inn, síðustu árin gjarnan í samvinnu við félaga sína í „Þingeyrarakademíunni“.

Hallgrímur kenndi handknattleik í Reykjavík og var virkur í félagsmálum fyrir vestan. Sat meðal annars í hreppsnefnd Auðkúluhrepps og var oddviti, hreppstjóri og sýslunefndarmaður, sat í stjórn Kaupfélags Dýrfirðinga og sóknarnefnd.

Hallgrímur Sveinsson varð bráðkvaddur á heimili sínu þann 16. febrúar 2020.
Útför Hallgríms Sveinssonar fór fram frá Þingeyrarkirkju þann 22. febrúar 2020 í fögru veðri og að viðstöddu fjölmenni.
.———————————————————-

Sjá: – BÆJARINS BESTA  – 10. desember 2009

bls. 10
https://timarit.is/files/44795374#search=%22Sveinsson%20%C3%A1%20Hrafnseyri%20Hallgr%C3%ADmur%20Sveinsson%20%C3%A1%20Hrafnseyri%22
.bls. 11
https://timarit.is/files/44795379#search=%22%C3%A1%20Hrafnseyri%20%C3%A1%20%C3%A1%20%C3%A1%20%C3%A1%22

.bls. 12
https://timarit.is/files/44795384#search=%22%C3%A1%20%C3%A1%20%C3%A1%20%C3%A1%20Hrafnseyri%22

.

.

.

DEILA