Lengjudeildin: sterkt stig Vestra gegn toppliðinu

Vladimir Tufegdzic skorar jöfnunarmark Vestra gegn Fjölni í Grafarvoginum.

Karlalið Vestra í Lengjudeildinni sótti heima á laugardaginn Fjölni í Grafarvogi, eitt af efstu liðum deildarinnar. Liðið átti ljómandi góðan leik og átti í fullu tré við Fjölnismenn. liðin skildu jöfn eftir fjörugan leik, þar sem Fjölnir skoraði á 63. mínutu en Vladimir Tufegdzic  jafnaði þremur mínútum síðar.

Samúel Samúelsson, formaður knattspyrnuráðs meistaraflokks sagðist hefði verið sáttur við jafntefli svona fyrirfram en væri að leik loknum ekki sáttur við úrslitin. Vestri hefði verið betra liðið, sérstaklega í seinni hálfleik og hefði verðskuldað sigur.

Fjölnir er í öðru sæti deildarinnar með 18 stig eftir 8 leiki en Vestri er í 10. sæti með 6 stig.

Vestri á tvo heimaleiki í þessari viku. Á morgun, miðvikudag mætir Leiknir frá Breiðholti á Olísvöllinn á Torfnesi og Ægir frá Þorlákshöfn kemur á laugardaginn. Þessi tvö lið eru í tveimur neðstu sætum deildarinnar.

Samúel sagðist vera bjartsýnn á úrslitin úr leikjunum, „við ætlum okkur sex stig“ sagði hann.

DEILA