Ísafjörður: vel sóttur fundur félagsmálaráðherra

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra. Myndir: Kristinn H. Gunnarsson.

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsmálaráðherra var með fund í Edinborgarhúsinu á Ísafirði á miðvikudaginn þar sem kynnt var Landsáætlun um innleiðingu á samningi SÞ um réttindi fatlaðs fólks. Landsáætlunin er liður í innleiðingu og lögfestingu  samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks hér á landi.

Markmiðið er að fatlað fólk geti notið mannréttinda og mannfrelsis til fulls og til jafns við annað fólk.

Fundurinn var liður í hringferð ráðherrans um landið þar sem haldnir verða 10 fundir. Með honum í voru fulltrúar fatlaðra og Öryrkjabandalagsins.

Fundurinn var vel sóttur og ráðherra sagði við Bæjarins besta að fundurinn hafi verið sérlega góður og hann „gaf okkur mjög góðan efnivið inn í landsáætlunina um framkvæmd samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks.

Það var líka mjög gagnlegt að kynnast betur áskorunum í málaflokknum sem tengjast sérstaklega Ísafjarðarbæ, Bolungarvík og Vestfjörðum í heild sinni. Ég fer ríkari frá Ísafirði en þegar ég kom.“

DEILA