Ísafjörður: fyrsta úthlutun úr styrktarsjóði Nínu

Hópmynd af árgangnum.

Árgangur 1972 sem ólust upp á einhverjum tímapunkti á Ísafirði tilheyra fjölmennasta árgangi er gengið hafa í Grunnskóla Ísafjarðar fyrr og síðar. Einstaklingar í þessum hóp hafa sterkar rætur til þess samfélags er ól það upp og hafa í gegnum tíðina fjallað um verkefni er gæti gefið eitthvað til baka og þannig styrkt komandi kynslóðir.

Því var tekið sú ákvörðun á árgangsmóti 2018 á Ísafirði að stofna samfélagssjóð er gæti styrkt verkefni sem eru einstaklingum í árgangnum kær og geti aðstoðað þá sem þurfa á einhverjum tímapunkt aðstoð. Meðlimir sjóðsins leggja árlega til fjármuni í hann og hefur söfnun gengið vel.

Sjóðurinn fékk hið góða nafn Nína, eftir uppáhaldslagi árgangsins og var stofnuð fjárhagsnefnd er heldur utan um hann.

Ákveðið var á stofnári sjóðsins að úthlutun færi ávallt fram á fimm ára fresti þegar árgangurinn hittist til að fagna lífinu.

Stór hluti árgangsins var saman komin um helgina á Hótel Ísafirði til veita tveimur verkefnum styrk.

Unglingageðteymi Heilbrigðisstofnun Vestfjarða – 500.000 þús.

  • Geðheilsa er okkur afar hugleikið og því viljum við að það góða teymi er heldur utan um unglinga í okkar bæjarfélagi fái styrk að þessu sinni úr sjóðnum með von í hjarta að hann nýtist til að efla geðheilsu þeirra sem þorpið er að ala.

Félagsmiðstöðin við Grunnskólann á Ísafirði – 500.000. þús.

  • Við eigum félagsmiðstöðinni við Grunnskólann á Ísafirði mikið að þakka. Árgangurinn er stór og tók mikið pláss. Félagsmiðstöðin gaf okkur tækifæri til að vaxa og þroskast á okkar forsendum og með þessum styrk viljum við fá að þakka fyrir og tryggja að hið góða starf sem þar er unnið enn í dag fái byr til að takast á við þau verkefni sem þeim eru falin.

Það er von árgangs 1972 að samfélagið á Ísafirði vaxi áfram um ókomin ár. Samfélagssjóður Nínu mun halda áfram að vaxa og dafna og vill árgangurinn hvetja aðra árganga sem samfélagið hér hefur alið að leggja hönd á plóg og stofna slíka sjóði, samfélaginu til góðs.

Ingi Þór, Hafdís, Gylfi og Róbert.
Hafdís Gunnarsdóttir og Gylfi Ólafsson taka við styrknum úr hendi Róberts Halldórssonar. Mynd: Ingi Þór Ágústsson.

DEILA