Ísafjarðarprestakall: helgihald í júní

Á laugardaginn verður guðsþjónusta í Suðureyrarkirkju í tilefni af sjómannadeginum. Skrúðganga verður frá Bjarnaborg.

Á sjómannadaginn verða fimm guðsþjónustur og messur í Ísafjarðarprestakalli. Um morguninn verður guðsþjónusta í Hnífsdalskapellu og kl 11 í Flateyrarkirkju. Á sama tíma verður messa í Ísafjarðarkirkju. Kl 14 verða guðsþjónustur í Þingeyrarkirkju og í Hólskirkju í Bolungavík.

Á lýðveldisdaginn verða þrjár messur, Ísafjarðarkirkju, Hrafnseyri og fermingarmessa á Þingeyri.

Loks verður messað í Staðarkirkju í Grunnavík 25. júní kl 14.

DEILA