Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða hefur hafið aftur álímingar á númerslausar bifreiðar og bílahluti í Ísafjarðarbæ

Mynd: feykir.is.

Byrjað er smátt og var einungis límt á bíla á almannafæri,

Síðastliðinn föstudag  2. júní límdu starfsmenn Heilbrigðiseftirlitsins límmiða á númerslausar bifreiða í Ísafjarðarbæ. Frestur er gefinn til 9. júní til að fjarlægja það sem límt var á.  Límdir voru rauðir miðar á .  Eftir að frestur er liðinn  og eigandi hefur ekki sinnt því að fjarlæga hlut er hluturinn tekinn í geymslu.  Síðasti skráði eigandi þarf þá að greiða kostnað við drátt og geymslu og umsýslu vegna hlutsins. Sé rauður miði límdur á tæki hefur Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða tekið stjórnvaldsákvörðun um að fjarlægja hlutinn innan þess frests sem ákveðinn er og kemur fram á miðanum.

Rauður miði er límdur á hluti sem standa á almenningssvæðum eða lóðum í eigu sveitarfélaganna.

Skilagjald á ökutæki

Eigandi ökutækis getur fengið skilagjald fyrir ökutæki sitt eftir afhendingu til móttökustöðvar til endurnýtingar eða endanlegrar förgunar hafi ökutækið verið afskráð og úrvinnslugjald greitt a.m.k. einu sinni af viðkomandi ökutæki.

Um ábyrgð- eiganda eða umráðamanns húss eða mannvirkis

Í reglugerð nr. 941/2002 um hollustuhætti segir í 18. gr, 1. mgr.: ,,Eigandi eða umráðamaður húss eða mannvirkis ska/ halda eigninni hreinni og snyrtilegri ásamt tilheyrandi lóð  og girðingum, þannig að ekki valdi öðrum ónæði”. Í 20. gr. 1. mgr. segir: ,,Bannað er að skilja eftir, flytja, dreifa eða geyma hluti, búnað eða tæki á þann hátt að valdið geti skaða, mengun eða lýti á umhverfinu. Þetta gildir jafnt um smærri sem stærri hluti“ og í 21. gr. segir ,,Heilbrigðisnefnd er heimilt að láta fjarlægja lausamuni, numerslausar bifreiðar, bílflök og sambærilega hluti á almannafærii að undangenginni viðvörun, svo sem með álímingarmiða með aðvörunarorðum“.

Heimild fyrir ávörðun um lóðahreinsun og/eða að láta fjarlægja númerslausar bifreiðar eða bílflök er i 16. gr. reglugerðar nr. 737/2003 um meðhöndlun úrgangs, með síðari breytingum:

,,Umráðamönnum lóða er skylt að halda þeim hreinum og snyrtilegum. Heilbrigðisnefnd hefur eftirlit með almennum þrifnaði og hreinlæti utanhúss og hlutast til um að fram fari eftir þörfum

almenn hreinsun lóða og lendna í  þrifnaðarskyni. Nefndin getur krafist lagfæringa og viðgerða á

lóðum, girðingum og mannvirkjum, ef nauðsynlegt þykir til þrifnaðar eða ef ástand þeirra er til lýta fyrir umhverfið. Nefndinni er heimilt að fyrirskipa hreinsun lóða og lendna og ef sérstök ástæða er til niðurrif húsa og girðinga í niðurnýðslu. Heilbrigðisnefnd er heimilt að láta fjarlægja númerslausar bifreiðar og bílfök og sambærilega hluti að undangenginni viðvörun, t.d. með álímingarmiða með aðvörunarorðum.  Heilbrigðisnefnd getur látið hreinsa einkalóðir á kostnað eiganda telji nefndin þess þörf vegna mengunar og óhollustu. 

Lögveð í fasteign

Bent er á að kostnaður sem fellur til er tryggður með lögveðrétti í húsi, lóð eða tæki sbr. 61. gr. 2. mgr. laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir, með síðari breytingum.

Þetta þýðir að við lóðahreinsanir á vegum Heilbrigðiseftirlitsins fær embættið lögveð í lóð og fasteign og getur krafist uppboðs á húsi, lóð eða tæki til greiðslu á vinnu og útlögðum kostnaði

Málsskot

Um valdsvið og þvingunarúrræði heilbrigðiseftirlits vísast í 60. og 61. gr. í lögum nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir. Heimilt er að kæra málsmeðferð og aðgerðir Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða til sérstakrar úrskurðarnefndar sbr. 65. gr. laga nr. 7/1998. Slík kæra eða málsskot frestar þó ekki réttaráhrifum ákvörðunar.

Fyrirspurnir og/eða ábendingar

Hægt er að hafa samband við Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða með því að senda tölvupóst á eftirlit@hevf.is Nánari upplýsingar má finna á https://hevf.is/wp-content/uploads/2023/06/Numerslausar-bifreidar-og-lodahreinsanir.pdf

DEILA